Halló!

Ég heiti Ásta Guðrún Helgadóttir og er sérfræðingur í samfélagslegu netöryggi.

Samspil Internetsins og samfélagsins hefur heillað mig frá því ég komst til vits og ára. Það eru fáar uppfinningar sem hafa haft eins mikil áhrif í sögunni og breytt samfélaginu. Með nýrri tækni koma nýjar áskoranir, nýjar hættur og nýjar leiðir til þess að skilja, vega og meta öryggi.

Þess vegna hef ég helgað mínum rannsóknum og störfum í að skoða þetta samband milli Internetsins og samfélagsins. Hvering við erum að taka ákvarðanir um framtíðina og hvaða nýju áskoranir eru að birtast okkur. Um þessar mundir einblíni ég á rannsóknir á sviði samfélagslegs netöryggis.