Fyrirlestrar um netöryggi

Ég tek að mér að halda fyrirlestra um netöryggi fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Markmiðið er að fræða, en ekki endilega hræða, um hvað netöryggi er og hvernig netöryggislandslagið hefur breyst ótrúlega mikið og hratt á örfáum árum og ekki síst, hvernig einstaklingurinn á endanum – þú – ert stundum skotmark netglæpamanna.

Að taka netöryggi alvarlega og að skilja í hverju hætturnar eru fólgnar er það sem ég kalla “samfélagslegt netöryggi”. Samfélagslegt netöryggi er það sem kemur á undan – og á eftir – tæknilegu netöryggi, og snýst um okkur – fólkið. Þarna er um að ræða hegðun fólks, lög, og reglur, ásamt þeim afleiðingum þegar misbrestur verður þar á.

Fyrirkomulag

30-45 mínútna fyrirlestur um netöryggi og mikilvægi netöryggis fyrir vinnustaðinn auk tækifæri til þess að spyrja spurninga. Frásögnin verður í ætt við hlaðvarp, þar sem farið er yfir sögu, aðferðarfræði, og niðurstöður netárása, en fyrirlesturinn sjálfur mun sýna á myndrænan hátt útfærslurnar. 

Efnistök

Aðgengileg fræðsla um netöryggi og hvernig við búum í breyttu hættulandslagi þar sem skipulögð glæpastarfsemi stendur fyrir netárásum til þess að hafa af fólki og fyrirtækjum fé. Farið verður yfir helstu tegundir netárása og hvernig vinnustaðurinn eða einstaklingurinn gæti orðið aðalskotmarkið til þess að komast inn í mikilvæg kerfi. 

Markmið

Að starfsmenn hafi öðlist þekkingu á því afhverju netöryggi er mikilvægt og hvernig og hvers vegna netárásir eru að færast í aukana. Fyrirlesturinn á að vera fræðandi og leggjur fram sviðsmynd um hvernig staða netvár er í heiminum í dag og hvernig netveiðar spila þar stórt hlutverk. Markmiðið er ekki að skamma eða stunda “hræðslufræðslu” heldur að miðla því hvernig netárásir virka og hvernig netveiðar í gegnum vinnustöð starfsfólk er stóra skotmarkið.

Breytingar

Hægt er að aðlaga efnistökin að einhverju leyti að áherslum fyrirtækisins eða stofnunarinnar eftir samkomulagi. Ef um meiriháttar breytingar eða sérhannaðan fyrirlestur er að ræða er aukaleg þóknun samkvæmt samkomulagi. 

Tungumál

Enska eða íslenska.

Hafa samband

Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á asta@helgadottir.is.