Rannsóknir mínar einblína á samfélagið og netöryggi að mestu leyti. Um þessar mundir er ég rannskandi í ýmsum samvinnuverkefnum varðandi netöryggi og er megnið af því fjármagnað af Evrópusambandinu. Jafnframt er ég sjálf með rannsóknarverkefni á mínum eigin snærum.

EYVÖR NCC-IS
Rannsóknir á stöðu netöryggis á Íslandi. Ég hef verið að vinna hjá Háskóla Íslands við uppbyggingu á Eyvör NCC-IS frá nóvember 2023. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og er samstarfsvettvangur fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi.

Netöryggi viðkvæmra hópa á Íslandi
Frá upphafi árs 2024 hef ég verið að rannsaka stöðu netöryggis hjá viðkvæmum hópum á Íslandi. Markmiðið er að kortleggja þá þröskulda og mismunandi þarfir sem þarf að gera ráð fyrir til að stuðla að betra netöryggi.