Um mig

Ég heiti Ásta Guðrún Helgadóttir og er sérfræðingur í samfélaglegu netöryggi. Ég hef sérhæft mig í samfélaglegum hliðum Internetsins og stafrænni tækni, en tæknibyltingin sem við erum að fara í gegnum nú ein sú stærsta í heimssögunni.

Ég lauk meistaraprófi frá Oxford Internet Institute við Oxford háskóla árið 2019 í því sem kallast samfélagsfræði Internetsins. Ritgerð mín um regluvæðingu á sjálfstæðri ritstýringu á samfélagsmiðlum í samhengi við mannréttindi innan Evrópusambandsins, The Use of Automatic Content Recognition Technologies for Content Moderation and Control, hlaut sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd skólans.

Ég hef komið víða við, en um þessar mundir starfa ég hjá Námsbraut í tölvunarfræði við Háskóla Íslands við rannsóknir á samfélagslegu netöryggi. Þar eru megin verkefni mín að taka þátt í uppbyggingu á Eyvör NCC-IS, sem er nýtilkomin miðja netöryggis og fræðslu á Íslandi. Þar er mitt framlag meðal annars í rannsóknum á stöðu netöryggis á Íslandi og uppbyggingun á sérnámsbraut í netöryggi innan tölvunarfræðinnar.

Vorið 2024 kenndi ég í fyrsta skiptið áfangann Governance of the Internet við Háskóla Íslands. Er þessi áfangi hugsaður sem yfirlitsnámskeið um Internetið og hvernig því er stjórnað. Það er að verða sífellt mikilvægara fyrir tæknifólk og sérfræðinga í netöryggisfræðum að vera meðvituð um þá hröðu þróun sem við höfum verið að ganga í gegnum og hugmyndafræði sem liggur að baki.

Ég hef sinnt ráðgjafastörfum, bæði hérlendis og erlendis. Þar má helst nefna ráðgjöf á sviði tækni og lýðræðis fyrir “The Commission of Technology and Democracy” hjá Chatham House og hagsmunabaráttu fyrir félag bókasafna, háskóla, opinna tímarita og gagnasafna hjá SPARC Europe, sem og önnur félagasamtök.

Ég sat á þingi fyrir Pírata frá 2015-2017 og sinnti þar uppbyggingar- og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn auk hefðbundna þingstarfa. Frá 2021 hef ég helgað mig netöryggisfræðslu og rannsóknum þar á, meðal annars með gerð fræðsluefnis og rannsókna hjá AwareGO og CERT-IS.